Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa  maka mínum
Þriðjudagur 24. desember 2019 kl. 07:29

Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa maka mínum

Ingvi Kristinn Skjaldarson er flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Hann svarar hér jólaspurningum VF:

Aðventan er í mínum huga … tími gjafmildis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég skreyti … sem minnst.

Jólahlaðborð … eru bara hættuleg.

Grænar baunir eru … nauðsynlegar.

Laufabrauð … og minningarnar streyma fram.

Jólaskraut fer á húsið mitt … úfff, jú, jú, en samt ekki mikið takk.

Jólatréð skreytum við … saman sem fjölskylda.

Jólastemmningin … er allskonar.

Hangikjöt er … gott með uppstúf og kartöflum mmm.

Malt og Appelsín eru … best saman.

Jólasveinarnir eru … einn og átta, hvað er það ekki að fatta, þar sem þeir eru nú víst þrettán.

Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa maka mínum … já því það er ljótt að stela.

Á Þorláksmessu fer ég … í vinnu og stend við jólapottinn hjá Hjálpræðishernum að safna inn aur fyrir velferðarstarf Hersins.

Aðfangadagur er … dagur sem ég ver með 250 manns í jólaboði Hersins.

Um áramótin ætla ég  … svo að vera í faðmi litlu fjölskyldunnar þar sem við erum bara 25 manns.