Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Ég hlæ alltaf mest af mínum eigin bröndurum“
Föstudagur 30. mars 2018 kl. 06:00

„Ég hlæ alltaf mest af mínum eigin bröndurum“

- Júlía Mjöll Jensdóttir er FS- ingur vikunnar

Júlía Mjöll Jensdóttir er FS- ingur vikunnar en hún stundar dans af kappi og er hrædd við hákarla.

Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Er úr Keflavík og er 16 ára.

Helsti kostur FS?
Skólinn er nálægt heimili mínu, það er ekki mikill heimalærdómur allavega miðað við flesta aðra framhaldsskóla og félagslífið er gott.

Hver eru þín áhugamál?
Dansinn er mitt lang stærsta áhugamál. Annars hef ég líka áhuga á leiklist, söng, fatahönnun, ljósmyndun og tónlist.

Hvað hræðist þú mest?
Hákarla.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Perla því hún er með svo sjúka rödd og er bara algjör bomba.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég hlæ alltaf mest af mínum eigin bröndurum...ætli ég segi ekki bara ég....

Hvað sástu síðast í bíó?
Víti í Vestmanneyjum

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Hollari mat og minna af plastfilmu utan um matinn.

Hver er þinn helsti kostur?
Það er auðvelt að treysta mér segja margir og svo er ég bara rosalega skemmtileg.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi breyta mætingarreglunum. Þær eru allt of strangar!

Hvað heillar þig mest í fari fólks?
Sjálfsöryggi og fallegt bros.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Ótrúlega gott.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Þetta er spurning sem ég get ekki svarað alveg strax því að mig langar að verða svo margt. Ég veit bara að ég ætla gera það sem mér finnst skemmtilegt og fylgja hjartanu hvert sem það leiðir mig.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Að geta æft í Danskompaní.

Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
Það væru 99,9% líkur á því að ég myndi kaupa ís fyrir peninginn.

Eftirlætis-

Kennari: Anna og Lovísa ég get ekki valið á milli þeirra.
Mottó: Challenge yourself, love yourself and just be yourself
Sjónvarpsþættir: Backstage, Friends, Modern Family, So You Think You Can Dance, Nashville.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Sia.
Leikari: Anne Hathaway og Jennifer Aniston.
Hlutur: Ballett bolur eða rúmið mitt.