Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

„Ég er skíthrædd við neikvætt fólk“
Sunnudagur 11. mars 2018 kl. 06:00

„Ég er skíthrædd við neikvætt fólk“

- Sigrún Birta Eckard er FS-ingur vikunnar

Sigrún Birta Eckard er FS-ingur vikunnar en hún bjó í Danmörku í þrettán ár og hatar kóngulær.

FS-ingur:
Sigrún Birta Eckard.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á hvaða braut ertu?
Ég er á listnámsbraut.

Hvaðan ertu og aldur?
Ég er úr Sandgerði en bjó samt í Danmörku í 13 ár og ég er 18 ára.

Helsti kostur FS?
Mjög góðir kennarar.

Hver eru þín áhugamál?
Áhugamálin mín eru list, tónlist, kvikmyndir og að ferðast.

Hvað hræðist þú mest?
Ég hata kóngulær og er skíthrædd við neikvætt fólk.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ég myndi segja Dagný Halla Ágústsdóttir. Hún er svo virk í öllu, sérstaklega tónlist.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Mér finnst Einar Guðbrandsson mjög fyndinn.

Hvað sástu síðast í bíó?
Ég sá myndina Game Night.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Tyggjó og betri samlokur.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er með geggjaðan tónlistarsmekk.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Lengra hádegi og frjáls mæting.

Hvað heillar þig mest í fari fólks?
Sjálfstraust og bros.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst það fínt.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Stefnan mín núna er að verða listakona.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Mér finnst fólkið æðislegt og allt er bara mjög fallegt hérna.

Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
Kaffi og köku.

Eftirlætis-

Kennari: Íris Jónsdóttir er æðisleg!
Mottó: „If it ain’t broken why fix it?”
Sjónvarpsþættir: RuPaul’s Drag Race, Rick and Morty og Friends.
Hljómsveit/tónlistarmaður: The 1975 er all time fave!
Leikari: Einmitt núna Jennifer Lawrence.
Hlutur: Plötuspilari.