Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Ég er furðuverk“
Föstudagur 27. apríl 2018 kl. 06:00

„Ég er furðuverk“

- Fjölskyldutónleikar á listahátíð barna

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Menningarsvið Reykjanesbæjar, stendur að barna- og fjölskyldutónleikum í Stapa, Hljómahöll, sunnudaginn 29. apríl kl.14.00.
Flutt verða þekkt barnalög sem tengjast Suðurnesjum, til dæmis vegna upphaflegs flutnings þeirra, plötuútgáfu eða að höfundar laga og/eða texta eru Suðurnesjamenn. Það má því segja að tónlistararfur Suðurnesja sem snýr að börnum verði rifjaður upp.
Flytjendur eru rokkhljómsveit og söngvarar úr Rytmískri deild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Barnakór Tónlistarskólans.

Sérstakur gestur er Magnús Kjartansson sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljómplatna með barnastjörnunni Ruth Reginalds.
Hinn geðþekki Marteinn skógarmús verður kynnir tónleikanna.
Tónleikarnir bera yfirskriftina „Ég er furðuverk“ og eru liður í Listahátíð barna í Reykjanesbæ.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir.
Allar upplýsingar um dagskrá Listahátíðar barna í Reykjanesbæ eru á vefsíðu bæjarins reykjanesbaer.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024