Brons
Brons

Mannlíf

„Ég er fallegri en ég hélt“
Miðvikudagur 8. janúar 2014 kl. 15:29

„Ég er fallegri en ég hélt“

Gríma gerð eftir andliti Ásmundar Friðrikssonar

Þingmaður Suðurkjördæmis, sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson er duglegur að heimsækja fólk í kjördæmi sínu. Ásmundur var á ferðinni í dag og kíkti í heimsókn á Auðarstofu í Garði þar sem aldraðir vinna að list af ýmsu tagi. Ásmundur tók virkan þátt í listsköpuninni sem fram fór í Auðarstofu en franskur listamaður að nafni Fred Martin gerði svokallaða „blind mask“ af andliti Ásmundar. Martin þessi er staddur hérlendi vegna listahátíðarinnar Ferskir Vindar sem fram fer í Garði í í þriðja sinn.

Ásmundur birti eftirfarandi myndir á facebook síðu sinni og segir þingmaðurinn þar m.a: „Ég er fallegri en ég hélt,“ í texta sem hann lét fylgja með. Nú verður hver að dæma fyrir sig.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Martin mótar grímuna eftir andliti Ásmundar.

Hér er svo afraksturinn, afsteypa af Ásmundi.

 

[email protected]