„Ég er ekki búin að skipta um eiginmann“
- segir Ragnheiður Elín, eftir „misskilning“ bróður síns.
„Til sð forðast allan misskilning og róa stóra bróður minn sem hringdi í mig í ofboði áðan...þá vil ég taka það sérstaklega fram ég er ekki búin að skipta um eiginmann. Við Guðjón erum enn hamingjusamlega gift!,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gamansömum tóni á Facebook síðu sinni og birtir símamynd af umfjöllun á baksíðu Fréttablaðsins í dag.
Þar eru taldir upp nokkrir gestir á Þorrablóti Stjörnunnar í Garðabæ s.l. föstudag. Í upptalningunni má vel misskilja að Jón Gerald Sullenberger sé eiginmaður Ragnheiðar Elínar: „Á meðal viðstaddra voru m.a. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, eiginmaður hennar, Jón Gerald Sullenberger kaupmaður,[...]“.
Guðjón Ingi Guðjónsson, raunverulegur eiginmaður Ragnheiðar Elínar, var ekki lengi að svara fyrir sig í þræðinum hjá konu sinni: „Já nú skil ég hvað þú Ragnheiður Elín Árnadóttir áttir við þegar að þú sagðir í brúðkaupinu okkar að ég væri góður KOSTUR.“