Eftirminnilegar heimsóknir Gunnars Helgasonar
Barnabókahöfundar heimsækja gjarnan grunnskóla til að kynna bækur sínar og lesa upp úr þeim. Gunnar Helgason, leikari, er einn þeirra. Hann hefur undanfarið kíkt við í nokkrum af grunnskólum á Suðurnesjum og kynnt bók sína, Rangstæður í Reykjavík. Gunnar hefur vakið lukku meðal nemenda fyrir hressandi skemmtun og líflega framkomu.
Hann tekur stundum einnig sjálfsmyndir af sér með símanum með barnaskarann fyrir aftan sig við mikla hrifningu krakkanna. Þá gefur hann ekki einungis eiginhandaráritanir heldur einnig límmiða.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gunnar heimsótti Akurskóla og Heiðarskóla á dögunum.