Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Efnilegir ljósmyndarar í Sandgerði
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 23:18

Efnilegir ljósmyndarar í Sandgerði

Ljósmyndakeppni var haldin á Sandgerðisdögum og bárust fjölmargar myndir í keppnina. Af þátttökunni má vera ljóst að í Sandgerði er mikill fjöldi efnilegra ljósmyndara. Verðlaunamyndir voru valdar sl. Laugardag. Ljósmyndarinn sem vann heitir Ósk Matthildur Arnarsdóttir og heitir verðlaunamyndin "Feimin", skemmtileg mynd sem fangar augnablikið og sýnir gleðina sem fylgir sumrinu og starfinu í Vinnuskólanum.

Dómarar voru Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi, Erla Björg Rúnarsdóttir kennari og Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkurfréttum.

Eftirfarandi eru verðlaunamyndirnar sem lentu saman í 2. og 3. sæti:

 

 

 

 

 

 

 

 

 



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein með öllu – höfundur Nadia Rós Lárudóttir
Glettin mynd sem gefur innsýn inn í heim ungs fólks í Sandgerði að sumarlagi.



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kríur og stelpur – höfundur Harpa Sif Sævarsdóttir
Falleg mynd þar sem náttúran, dýralífið og mannlífið í Sandgerði fá að njóta sín.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024