Efnilegir kvikmyndagerðarmenn í Garðinum
Á dögunum var haldin stuttmyndakeppni í Gerðaskóla. Í vetur hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að útbúa stuttmyndir undir handleiðslu Vitors kennara. Á föstudaginn var síðan komið að því að sýna afraksturinn. Eftirfarandi myndir voru sýndar: „Memmo leikur“ (10. AV), „Draugagangurinn“ (6. LE), „Álög fuglahræðunnar“ (6. LE), „Tæki dauðans I“ (8. VE) og „Slender“ (8. VE).
Allar myndirnar voru prýðisgóðar og vel unnar. Sérstök dómnefnd sem þau Bjarki Ásgeirsson, Ljiridona Osmani, Aþena Eir Jónsdóttir og Svavar Herbertsson skipuðu, komst að þeirri að niðurstöðu að „Slender II“ væri besta myndin. Wiktoria Prawdzik í 6. LE var svo kjörin besta leikkona og Ingimundur Aron Guðnason í 8. VE var besti leikari í karlhlutverki.
Hópur kvikmyndagerðamanna.