Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Efla söguferðaþjónustu á Íslandi
Rögvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF), og Ragnheiður Elín Árnadóttir, undirrita samninginn.
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 09:25

Efla söguferðaþjónustu á Íslandi

- samningur við utanríkisráðuneytið undirritaður.

Rögvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF), og Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála að skrifuðu sl. föstudag undir samingu um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Ráðuneytið mun styrkja samtökin til þessa að vinna að því um 3 milljónir króna á þessu ári og verður árangur metinn í árslok. Undirritunin var liður í dagskrá félagsfundar og málþings Samtaka um söguferðaþjónustu, sem fram fór í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi.

Samstarfsvettvangur ólíkra aðila
Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi. Unnið verður að stækkun og eflingu samtakanna, m.a. til að treysta samstarfsvettvang ólíkra aðila, s.s. safna og setra, sem miðla menningararfi til ferðamanna og til að tryggja aðkomu söguferðaþjónustu að stefnumörkun og þróunarstarfi í ferðaþjónustu. Stuðlað verður að lengingu opnunartíma í samvinnu við „Ísland allt árið“, aukinni fagmennsku og gerð heildstæðra ferðapakka.“

90 félagar um allt land
Samtök um söguferðaþjónustu (www.sagatrail.is) voru stofnuð árið 2006 af 18 aðilum í söguferðaþjónustu og hafa hingað til einbeitt sér að tímabilinu frá landnámi til siðaskiptanna um 1550. Því hafa Víkingaheimar verið með frá byrjun. Nú eru félagar orðnir yfir 90 um allt land. Nýverið var ákveðið að stækka samtökin þannig að allir sem eru að vinna að með sögu svæða eða staða geta orðið aðilar, óháð þeim tíma sem unnið er með. Þannig munu t.d. Duus hús og Hljómahöllin nú koma inn í samtökin auk víkingahópsins Völundar í Reykjanesbæ. Þá hefur Byggðasafn Garðskaga nú einnig gengið í Samtök um söguferðaþjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir: Hilmar Bragi.