Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Ef eitthvað er þess virði að gera, þá er það þess virði að gera það vel“
Sunnudagur 6. júní 2010 kl. 13:33

„Ef eitthvað er þess virði að gera, þá er það þess virði að gera það vel“

Sigtryggur Kjartansson er tvítugur námsmaður og útskrifaðist nýlega sem dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Aðspurður segist Sigtryggur vera ákveðinn, metnaðarfullur og nákvæmur enda sést það vel á námsárangri hans en 10 var einkunnin sem var allsráðandi á einkunnarskjali hans. Grunnskólagönguna hóf hann í Gerðaskóla en lauk henni í Heiðarskóla. ,,Ég kunni mjög vel við mig í Heiðarskóla, þar var æðislegt fólk, bæði starfsfólk og nemendur og mjög góður andi.” Honum þótti gaman af öllum greinunum en þó voru stærðfræði- og náttúrufræðigreinar í uppáhaldi.


Kominn inn í MIT í Bandaríkjunum
Hjá Sigtryggi kviknaði fljótt áhuginn á fótbolta og hóf hann ferill sinn hjá Víði, Garði. Skóna lagði hann á hilluna fyrir ári síðan því önnur áhugamál urðu fyrirferðarmeiri. Sigtryggur er mjög fær píanóleikari og hefur undanfarið gefið sig allan í það.


Það sem er núna framundan hjá þessu undrabarni er framhaldsprófið í píanó og einnig er hann búinn að fá inngöngu í virtan háskóla í Bandaríkjunum, MIT eða Massachusetts Institute of Technology og fer hann þangað í haust.

Stefnir á doktorsnám í stærðfræði
Um framtíðaráform sín segist Sigtryggur stefna á doktorsnám í stærðfræði og myndi vilja stunda einhverja rannsóknarvinnu eða jafnvel kennslu seinna meir. Sigtryggur hefur staðið sig frábærlega í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hver er lykillinn á bakvið þessa velgengni þína? ,,Maður á aldrei að gefast upp og hafa gaman af því sem maður er að gera því þá gengur allt mun betur. Ef eitthvað er þess virði að gera, þá er það þess virði að gera það vel.”


Guðrún Sigmundsdóttir og Hulda Matthíasdóttir.