ECSTASY DEYÐIR BRESKAN UNGLING
Anita ákvað að reyna Ecstasy... klukku-stundum síðar var hún látin.Þriðjudaginn 18. maí sl. birtist grein í breska dagblaðinu The Express um dauða 17 ára gamallar stúlku sem rekja mátti til Ecstacyneyslu. Unglingurinn, Anita Gair lést í kjölfar fyrstu reynslu sinnar af fíkniefninu Ecstasy. Anita féll í öngvit úti á dansgólfi í næturklúbbi og lést á sjúkrahúsi þrátt fyrir markvissar aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar til að bjarga henni. Ekkert benti til þess að hún hefði notað fíkniefni áður, enda var hún bindindismanneskja. Anita var líkamlega hraust og kenndi sér einskis meins. Lögreglufulltrúinn Barri Hill staðfesti að Anita hefði ekki verið viðriðin fíkniefnanotkun áður.„Mér líður hræðilega þegar ég hugsa til foreldra Anitu“, sagði Janet Betts, móðir Leah Betts, sem lést af Ecstasyneyslu á sama hátt á 18 ára afmælisdegi sínum fyrir fjórum árum. Harmurinn er mikill fyrir þá foreldra sem fyrir þessari reynslu verða.„Munum að þeir sem framleiða Ecstasy töflur, eru að framkvæma ólöglegan verknað og hafa því ekki gæðastimpil á þeirri framleiðslu frá heilbrigðisyfirvöldum. Ýmsum óþverra kann að vera blandað í virka efnið í töflunni til að auka þyngd hennar og ummál. Fyrir nokkru var19 ára gamall, breskur sölumaður á Ecstasy töflum, dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Bretlandi. Hann var m.a. dæmdur að eiga sök að dauða þriggja ungmenna hverjir höfðu keypt af honum töflur. ÞVÍ MÁ LÍKJA ECSTASY VIÐ RÚSSNESKA RÚLLETTU MEÐ LÍFIÐ AÐ VEÐI.“Reykjanesbæ, í júlí 1999Elías KristjánssonReykjanesbæ.