Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dýrin í Hálsaskógi í Skrúðgarðinum í Njarðvík
Mánudagur 9. júlí 2007 kl. 11:03

Dýrin í Hálsaskógi í Skrúðgarðinum í Njarðvík

Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn til Reykjanesbæjar með sýninguna Dýrin í Hálsaskógi fimmtudaginn 12. júlí og verður Hálsaskógur staðsettur í Skrúðgarðinum í Njarðvík, nær Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Í uppsetningu Lottu fá dýrin að komast í sitt rétta umhverfi en sýnt er undir berum himni. Sýningin er rúmlega klukkutími að lengd og full af glensi og fjöri fyrir alla fjölskylduna. Sýningin hefst klukkan 19:00 og miðaverð er 1500 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

Þar sem sýnt er utandyra hvetjum við fólk til að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á. Dýrin í Hálsaskógi verða einnig í Elliðaárdalnum flesta miðvikudaga í sumar ásamt því að ferðast um allt landið með sýninguna. Fólki er bent á að leyfilegt er að taka myndir.

Miðapantanir í síma 699-3993 og á [email protected].

Frekari upplýsingar má finna á www.123.is/dyrinihalsaskogi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024