Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dýrin í Hálsaskógi á bókasafninu
Föstudagur 27. október 2017 kl. 12:48

Dýrin í Hálsaskógi á bókasafninu

Laugardaginn 28. október klukkan 11.30 verður Notaleg sögustund með Höllu Karen í Bókasafni Reykjanesbæjar. Að þessu sinni les hún og syngur um Dýrin í Hálsaskógi en fær til liðs við sig eina litla klifurmús. Hann Lilli klifurmús ætlar að koma með Höllu Karen og syngja og spila nokkur lög.
 
Leikfélag Keflavíkur er að setja upp sýninguna Dýrin í Hálsaskógi um þessar mundir og verður verkið frumsýnt föstudaginn 3. nóvember klukkan 19.00.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024