Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dúsa fékk óskipta athygli
Sunnudagur 15. nóvember 2009 kl. 12:56

Dúsa fékk óskipta athygli

Læðan Dúsa fékk óskipta athygli í listasal DUUShúsa í gær. Dúsa á heima í DUUShúsum og sér til þess að þar séu ekki hlaupandi mýs um gólf. Dúsa er heimilisköttur sem leitaði á náðir starfsfólks í DUUShúsum þegar einhver virðist hafa losað sig við hana fyrir margt löngu.

Dúsa mætir í vinnuna alla daga og hefur það hlutverk að láta klappa sér og strjúka (og að halda músum í hæfilegri fjarlægð).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem vilja klappa Dúsu og njóta skemmtilegrar dagskrár í DUUShúsum í dag er bent á að þar er opið til kl. 17:00 og m.a. skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi