Dúndurfréttir í Stapa í kvöld
Hljómsveitin Dúndurfréttir kemur fram á stórtónleikum í Stapa í kvöld en hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári. Hljómsveitin hefur flutt lög sveita á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Á tónleikum kvöldsins munu Dúndurfréttir leika klassískt rokk eins og það gerist best.
Síðustu ár hafa Dúndurfréttir haldið stóra tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem fluttar hafa verið í heild sinni plötur Pink Floyd, Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall.
Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.