Dulúð Í Listatorgi
– Myndlistarsýning Guðnýjar Jóhönnu Karlsdóttur
Listatorg er mjög stolt af því að nú sé komið að formanni Listatorgs Guðnýju Jóhönnu Karlsdóttur að halda myndlistarsýningu á Listatorgi. Guðný hefur verið Listatorgi mikil vítamínsprauta, og komið með nýjar og ferskar hugmyndir í starfsemnina. Guðný hefur unnið að endurskipulagningu á Gallerýinu og hlotið mikið lof fyrir.
Guðný nam myndlist í FB og í Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þetta hennar önnur einkasýning.
Guðný opnar sýninguna „DULÚГ 16. júlí kl. 14 og stendur sýningin yfir til 21. ágúst.
Listatorg er opið alla daga vikunnar frá kl. 13:00 – 17:00 og eru allir velkomnir.
Mynd: Guðný við eitt verka sinna.