Dularfullur miði í dalinn
Elva Dögg Sigurðardóttir er 24 ára og nýkomin heim frá skiptinámi í Ástralíu. Elva er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og starfsmaður hjá KVAN.
Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Aldrei þessu vant er helgin enn óráðin. Ég er samt ennþá að vonast eftir því að Þjóðhátíðarmiði slæðist inn um bréfalúguna til mín með dularfullum hætti.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Það er örugglega fátt sem toppar fyrstu Þjóðhátíðina mína í eyjum árið 2013.“
Hvað finnst þer mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Lykilatriðið er að velja vel fólkið sem maður ætlar að njóta helgarinnar með.“