Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dugleg að hvetja mömmu áfram í eldhúsinu
Föstudagur 31. desember 2010 kl. 09:59

Dugleg að hvetja mömmu áfram í eldhúsinu

Hafdís Lind Magnúsdóttir er 15 ára og býr í Keflavík en hún vill ekki fá sjó. Hún er að njóta jólafrísins í botn og liggur með tærnar upp í loftið allan daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu jólaminningarnar?
Örugglega bara þegar ég fór alltaf til ömmu um jólin og horfði á Jólaósk Önnu Bellu

Jólahefðir hjá þér?
Hmm.. engar sértsakar jólahefðir, allir eiga bara að vera latir!

Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Já, dugleg að hvetja mömmu áfram..

Jólamyndin?
Myndi segja að Home Alone myndirnar komi mér alltaf í smá jólaskap

Jólatónlistin?
Maður neyðist alltaf til að hlusta á einhver jólalög, en er samt alveg komin með hundleið á þeim.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Bara mjög misjafnt, Kringlunni eða eitthvað :)

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Nei myndi ekki segja það, bara til mömmu og pabba og svo alltaf einhverjum vinkonum

Ertu vanaföst um jólin?
Jájá, alveg eins, stend allavega alltaf við letina.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Hef ekki ennþá fengið hana, en það mun vera hvolpurinn sem ég ætla mér að fá!

Hvað langar þig í jólagjöf?
Lítinn hvolp :)

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur auðvitað :)