Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Druslugangan á laugardaginn
Miðvikudagur 20. júlí 2011 kl. 13:29

Druslugangan á laugardaginn

Druslugangan fer fram á laugardaginn í Reykjanesbæ en ætlunin er að hittast hjá Nettó, ganga niður Hafnargötuna og enda í skrúðgarðinum. Nánari dagskrá hefur ekki verið útfærð. Gengið verður á fleiri stöðum á landinu þennan dag.

Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur.

Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglumanns í Toronto í Kanada sem sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki nauðgað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024