Drottningar-tónlistarkappi heillaði í flugstöðinni
Lék á alls oddi í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann lenti í Keflavík.
„Hann var svakalega eðlilegur og skemmtilegur, gaf eiginhandaráritanir og til í að láta mynda sig,“ segir Helgi Hermannsson, starfsmaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar um Bryan May, gítarista og lagahöfund úr hinni heimsþekktu hljómsveit Queen.
Kappinn lenti í Keflavík í gær og vakti strax athygli í flugvél Icelandair á heimleiðinni. Helgi var ásamt fleirum meðal þeirra sem köstuðu kveðju á gítaristann sem á að baki mörg af þekktustu lögum Queen hljómsveitarinnar, m.a. „We will rock you“ og „We are the champions“, svö örfá séu nefnd.
May er sagður hafa sýnt áhuga á að fara í stangveiði á Íslandi, renna fyrir laxi eða silung. Hann gerir það varla í þessari ferð hans en hann mun einnig hafa mikinn áhuga á stjörnufræði.
May mun í sumar halda í aðra tónleikaferð með hinni þekktu ensku söngkonu Kerry Ellis en þau sungu saman í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum. Tónleikaferð þeirra er til styrktar „ The born free“ samtökunum sem þau koma að en samtökin hafa m.a. styrkt verndun dýrategunda í útrýmingarhættu. Afríkuljón eru efst á lista samtakanna og mynd af einu slíku prýðir auglýsingaplakat þeirra May og Ellis fyrir sumar.
Á heimasíðu Quenn kappans má sjá frekari fréttir um tónleikaröðina í sumar.