Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Drottning Atlantshafsins kokkuð í Stapa
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 10:01

Drottning Atlantshafsins kokkuð í Stapa

Það verða framandi réttir á borðum í Stapanum á föstudagskvöldið. Þá mun áhugafélag um drottningu Atlantshafsins, súluna, koma þar saman og matreiða þennan annars glæsilega fugl í fjölmörgum útfærslum. Matreiddir verða ungar, því fullorðinn súla er talin of harðgerð undir tönn.

Haraldur Helgason, veitingamaður í Stapa, sagði í samtali við Víkurfréttir, að menn væru að prófa súluna sem matfugl í fyrsta skipti og þetta væri spennandi verkefni. Súlan skipar stóran sess í Reykjanesbæ. Bæði eru stærstu varpstöðvar hennar í Eldey og þá er hún merki Reykjanesbæjar. Þá er til áhugafélag um fuglinn, sem nú ætlar að borða hann. Einnig verður sýnd heimildamynd um súluna á meðan borðhaldi stendur og flutt fræðsluerindi. Þá verður kynning á víkingaheimum. Húsið opnar kl. 19:30 og gert er ráð fyrir að veislunni ljúki kl. 22:00

Þátttaka í veislunni er ekki bundin við áhugafélagið um súluna og þannig getur almenningur, sem hefur áhuga á framandi matargerð, tekið þátt í veislunni. Klæðnaður er óformlegur.

Borðapantanir eru í síma 421 7220 og kostar kr. 3000 fyrir manninn. Einnig veitir Haraldur Helgason, veitingamaður í Stapa, nánari upplýsingar í síma 891 9072.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024