Dreymir um að verða viðbjóðslega ríkur
Nafn: Gísli Róbert Hilmisson
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Fótbolti
Gísli Róbert stefnir að því að fara í háskóla eftir að hann klárar framhaldsskóla en hans stærsti draumur er að verða „viðbjóðslega ríkur“. Hann segir sinn helsta kost vera hversu fallegur hann er og hræðist mest að verða sköllóttur fyrir tvítugt.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Ég myndi segja að það séu kennararnir.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Það var í raun bara eini valkosturinn.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið í skólanum.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst félagslífið æðislegt, hellingur af skemmtilegu fólki.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Úff, ég hef eiginlega ekki hugmynd.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Fyndnastur í skólanum ... erfitt að svara en líklega Tómas Ingi.
Hvað hræðist þú mest?
Líklega að verða sköllóttur fyrir tvítugt.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt: Hvítir Air Force og kalt: Skinny jeans.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Belly of the Beast með Gunna.
Hver er þinn helsti kostur?
Örugglega hvað ég er fallegur.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Ég held ég noti Snapchat mest.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan fyrir framtíðina, eins og staðan er núna, er að reyna að klára FS og fara í háskóla.
Hver er þinn stærsti draumur?
Minn stærsti draumur er að verða viðbjóðslega ríkur.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Ekkigóðurídönsku.