Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dreymir oft um pylsu með öllu og kókómjólk
Sunnudagur 15. október 2017 kl. 06:00

Dreymir oft um pylsu með öllu og kókómjólk

Herta Pálmadóttir er fædd og uppalin í Grindavík, en hún býr núna í Sheffield í Englandi með kærastanum sínum Lawrence Murphy sem kemur frá Selby í Bretlandi. Herta stundar fjarnám frá Háskólanum á Akureyri og saknar þess að komast í heitan pott en hún segir að íslendingar séu afar heppnir með heita vatnið á Íslandi. Herta á einnig von á sínu fyrsta barni í apríl á næsta ári svo það eru spennandi tímar framundan hjá henni.

Hvað ert þú að gera úti í Sheffield?
„Ég bý með kærastanum mínum hér. Ég er í fullu fjarnámi frá HA þannig ég lagði vinnuna á hilluna til að reyna að einbeita mér að náminu. Annars er ég bara að lifa lífinu svipað og ég væri að gera á Íslandi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær fluttir þú til Sheffield?
„Ég flutti hingað í lok árs 2015.“

Hvernig er mannlífið í borginni?
„Þetta er stór háskólaborg sem er full af fólki frá alls konar löndum, það gerir borgina líflega og skemmtilega. Fólkið frá Yorkshire er þekkt fyrir að vera viðkunnanlegt svo allir eru tilbúnir að hjálpa þér eða bara spjalla úti á götu. Ég varð mjög hrifin af mannlífinu um leið og ég flutti hingað þrátt fyrir örlítið menningarsjokk að sjá fólk hittast í bjór og „full english“ á mánudagsmorgnum.“

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
„Allur morguninn fer í lærdóm, síðan reyni ég að fara í ræktina eða hitta vini mína í hádegismat. Oft fer seinni parturinn líka í lærdóm en ég reyni alltaf að elda fyrir okkur góðan kvöldmat. Við reynum svo að nýta helgarnar í eitthvað skemmtilegra, eins og að heimsækja aðrar borgir, fara í fjallgöngur eða eitthvað í þá áttina.“

Stefnir þú að búa þarna til lengri tíma eða leitar hugurinn heim?
„Ég og kærastinn minn keyptum okkur hús hér í byrjun árs þannig framtíðarplanið er að vera áfram hér. En plön geta alltaf breyst og það er aldrei að vita nema við endum heima á Íslandi.“

Saknar þú einhvers á Íslandi, fyrir utan fjölskyldu og vina?
„Mig dreymir oft um pylsu með öllu og kókómjólk og svo stóran bragðarref í eftirrétt. Ég sakna þess líka að geta farið í upphitaða útisundlaug og heitan pott en við erum ótrúlega heppin með það á Íslandi.“