Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dregið í Jólagetraun lögreglu og Umferðastofu
Miðvikudagur 19. desember 2007 kl. 16:57

Dregið í Jólagetraun lögreglu og Umferðastofu

Dregið var í jólagetraun Lögreglu og Umferðarstofu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í dag.

Þessi skemmtilega keppni fer fram um land allt en í henni felst að allir nemendur í 1.-5. bekk í grunnskólum á Suðurnesjum geta tekið þátt í umferðagetraun og skilað svarablaði sem er komið til lögreglu.

Í dag var svo dreginn út einn vinningshafi í hverjum bekk og voru það fulltrúar úr skólunum sjálfum sem sáu um útdráttinn. Þeim til halds og trausts voru þeir Kristinn Freyr Geirsson, forvarnarfulltrúi, og Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Vinningshafar á Suðurnesjum eru jafnmargir og bekkirnir, eða 87 talsins, og fá allir bókagjöf í verðlaun. Lögregla mun svo koma verðlaununum til skila á aðfangadag, en þangað til er ekki gefið upp hverjir duttu í lukkupottinn.

Góðir samstarfsaðilar sjá um að kosta verðlaunin. Í Grindavík eru það bæjaryfirvöld, en í öðrum sveitarfélögum eru það Kiwanis, eða Lionsklúbbar sem gefa bækurnar.

VF-myndir/Þorgils – 1: Hópur af krökkum voru saman komnir í félagsaðstöðu lögreglumanna til að draga út vinningshafa. Þessir krakkar eru frá Myllubakkaskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vallarheiði, Gerðaskóla, Sandgerðisskóla og Stóru-Vogaskóla. Smellið á myndina til að sjá hana stærri -2: Ágúst Kristinn í 1-SS í Myllubakkaskóla dregur út heppinn vinningshafa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024