Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Draumurinn að verða forseti
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 07:20

Draumurinn að verða forseti

Nafn: Léo Máni Quyen Nguyén. Aldur: 18 ára. Námsbraut: Fjölgreinabraut. Áhugamál: Stjórnmál, íþróttir og græða pening.

Leó Máni er 18 ára gamall og er á fjölgreinabraut í FS. Helstu áhugamál hans eru stjórnmál, íþróttir og græða pening sem hann hræðist mest að eiga ekki nóg af. Leó er FS-ingur vikunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað ert þú gamall? Ég er ný orðinn 18 ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Kennarana.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég heyrði góða hluti og flest allir vinir mínir voru að fara í FS. 

Hver er helsti kosturinn við FS? Getur valið það sem þér finnst skemmtilegt að læra og margir valmöguleikar.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið í skólanum er fínt en verður betra. 

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel Axelson, frægur dansari og meðal ríkustu manna Suðurnesja.

Hver er fyndnastur í skólanum? Greddu paddan, Grétar Snær Haraldsson.

Hvað hræðist þú mest? Að eiga ekki pening.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?  Heitt: Hvítir force. Kalt: Mid jordan 1s og fake force.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Allt með Aron Can.

Hver er þinn helsti kostur? Ríkur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Aur, Snap og Insta.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ennþá ríkari.

Hver er þinn stærsti draumur?
Verða forseti.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Ríkur, þetta þýðir á alveg marga vegu. Ég er bæði ríkur sem einstaklingur og ríkur að eiga góða vini og ættingja.