Draumurinn að verða atvinnumaður í fótbolta
-- segir Theodór Sigurbergsson í viðtali við Íþrótta-UNG Víkufrétta
Theodór Sigurbergsson er 16 ára nemandi í Holtaskóla, æfir fótbolta með Keflavík og handbolta með HKR. Hann stefnir á að fara í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust. Theodór dreymir m.a. um að verða atvinnumaður í fótbolta.
- Hvaða íþrótt æfir þú? Ég æfi fótbolta, handbolta og mæti reglulega í ræktina.
- Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi sex til sjö sinnum í viku, stundum oftar.
- Ertu með ákveðið mataræði þegar þú ert að fara taka þátt í móti eða fara keppa? Reyni alltaf að borða hollan mat. Ég borða léttan og hollan mat á keppnisdegi.
- Hver eru áhugamál þín? Íþróttir í víðustu mynd.
- Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Draumurinn er að verða atvinnumaður í fótbolta.
- Hvaða íþróttamaður mundi lýsa þér best? Ég ber mikla virðingu Ólafi Stefánssyni, handboltamanni.
- hefuru áhuga að komast langt í þinni íþrótt eða er þetta bara áhugamál? Ég reyni að æfa eins vel og ég get með það að markmiði að ná langt í íþróttum. Ég hugsa vel um mataræði og svefn.
- Hver er frægasti íþróttamaðurinn sem þú hefur hitt? Hitti á John Terry og Frank Lampart fyrir utan Stamford Brigde fyrir nokkrum árum.
- Með hvaða liði heldur þú með í ensku deildinni? Auðvitað Chelsea og er ég alveg viss um að liðið geri góða hluti á næsta tímabili þar sem meistarinn Mourinho er tekinn við liðinu aftur.
- Áttu einhverja fyrirmynd? David Beckham er alltaf flottur.
- Uppáhalds íþróttamaður? Cristiano Ronaldo, kóngurinn hjá Real Madrid.
- Skemmtilegasta íþrótt sem þú hefur prófað? Mér finnst fótbolti skemmtilegasta íþróttin.
- Hvað hefur þú stundað margar íþróttir og hverjar eru þær? Æfi fótbolta og handbolta en æfði sund í einhvern tíma þegar ég var yngri.
- Hvað finnst þér best að gera eftir æfingar? Fara heim í heita pottinn og slaka aðeins á.
- Lokaspurning - Ef þú mættir velja einn ofurkraft, hver væri það? Væri gott að geta hlaupið hraðar en allir.