Draumavinnan er að verða atvinnumaður í körfu.
Óskar Gíslason er starfsmaður vikunnar
Starfsmaður vikunnar er Óskar Gíslason.
Hvar vinnur þú?
Ég vinn hjá Tandrabretti að framleiða bretti.
Hvar býrðu?
Njarðvík.
Hvað ertu búin að vinna þarna lengi?
Ég er búinn að vinna hérna í rúman mánuð.
Hvernig fékkstu vinnuna?
Ég fékk vinnuna í gegnum pabba minn vegna þess að hann er framleiðslustjóri og yfirmaður.
Hvað gerir þú í vinnunni?
Ég framleiði bretti.
Hvað ertu gamall?
16 ára.
Ertu bara að vinna í sumar eða ætlarðu að vinna í vetur?
Ég verð líklega eitthvað að vinna hérna í vetur líka.
Ætlarðu að vinna í allt sumar eða ferðu í eitthvað frí?
Ég vinn hérna í allt sumar.
Hvað ætlarðu að gera við peninginn?
Safna honum.
Hver er draumavinnan?
Draumavinnan er að verða atvinnumaður í körfu.