Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Draumamarkaður á Ránni
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 13:51

Draumamarkaður á Ránni

Nanna í Draumalandi verður með frábæran markað í gangi á Ránni í október en hann opnaði á fimmtudaginn síðastliðinn. „Það er opið frá 13 til 18 alla virka daga og þetta verður út október,“ sagði Nanna í samtali við Víkurfréttir.

Þetta er í þriðja skiptið á jafnmörgum árum sem markaðurinn er á Ránni en hann hefur tekist vel hingað til. „Ég er með allskonar heimilisvörur, efni, handavinnu og garn ásamt ýmiskonar gjafavöru á frábæru verði.“

50-80% afsláttur er af þessum vörum hjá Nönnu en hún býður öllum að koma og skoða hjá sér. „Síðan verður Vífill með heitt á könnunni fyrir þá sem kíkja til okkar.“

Myndin: Markaðurinn á Ránni / VF-mynd: AMG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024