Draumahjólið í jólagjöf
Jón Breki Einarsson
Jón Breki og fjölskylda hans eru með nokkrar skemmtilegar jólahefðir, þar stendur möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag upp úr og þegar hann og pabbi hans baka rúgbrauð og keyra til vina og ættingja á aðfangadag. Jón Breki ætlar að njóta með fjölskyldu og vinum um hátíðarnar í ár.
Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022?
Spánarferð sem ég fór í með fjölskyldunni þar sem ég spilaði golf í sólinni.
Ert þú mikið jólabarn?
Ætli það ekki.
Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?
Að opna pakkana með fjölskyldunni.
Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar?
Það er alltaf skemmtilegt rétt fyrir jól þegar við fjölskyldan förum á Hólmsheiði að höggva jólatré.
En skemmtilegar jólahefðir?
Ég og pabbi bökum rúgbrauð og keyrum til vina og ættingja á aðfangadag, möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag og skreyta piparkökur og skemmtileg jólaboð.
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?
Þegar ég fékk draumahjólið í jólagjöf frá mömmu og pabba.
Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?
BOSS úr.
Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?
Hátíðarkjúklingur og léttreyktur hamborgarhryggur, jólasalat og sætkartöflumús með pekanhnetum ásamt öllu öðru og auðvita jólaísinn hennar mömmu.
Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?
Njóta með fjölskyldu og vinum.