Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dóttirin sá til þess að það yrði skreytt meira og fyrr
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. desember 2020 kl. 06:10

Dóttirin sá til þess að það yrði skreytt meira og fyrr

Sveinlaug Ósk Guðmundsdóttir gerir ráð fyrir að jólin verði róleg og kósý og það verði tekið í spil. Tengdamóðir og móðir hennar sjá að mestu um baksturinn og fyrstu jólin sem hún man eftir var þegar hún var sjö ára.

– Ertu byrjuð að kaupa jólagjafir?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Já, jólagjafakaupin hófust formlega fyrir stuttu og í þetta skiptið þá hafa þau farið að mestu fram á netinu, bæði vegna covid og nýlegra barneigna. Flestir fá aukagjöf frá mér þessi jólin sem er nýútgefin bók eftir góðvin minn Sævar „brans“ Sævarsson sem heitir Minningin um minkinn og geta áhugasamir, sem eru ekki á jólagjafalistanum mínum þ.e.a.s, nálgast bókina á www.millilending.is, góð bók og málstaðurinn jafnvel betri.“

– Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár?

„Litla stelpan mín hún Elísabet, sem er nú fimm ára, sá til þess að við skreyttum töluvert fyrr í ár.“

– Skreytir þú heimilið mikið?

„Hún sá líka til þess að við skreytum töluvert meira. Hún á eftir að verða eitthvað!“

– Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst?

„Nei, við bökum lítið hér á heimilinu en mamma sér til þess að við systkinin fáum heimagerða lagköku á jólunum. Tengdó hefur svo komið sterk inn hin síðari ár með nokkrar tegundir af smákökum.“

– Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19?

„Geri ráð fyrir að jólin verði róleg og mestmegnis heima með fjölskyldu að spila og hafa það kósý.“

– Eru fastar jólahefðir hjá þér?

Get ekki sagt það, líklega minna en hjá flestum Íslendingum. Helst kannski að við systkinin opnum alltaf pakkana frá hvort öðru fyrir matinn á aðfangadag.

– Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir?

Man lítillega eftir jólunum 1992, þá sjö ára, en þá fékk ég fyrstu skíðin frá mömmu og pabba.

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

Nei, það hef ég ekki gert. Oft hugsað um það en aldrei látið verða af því.

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

Makar okkar æskuvinkvennanna gáfu okkur í jólagjöf ferð á Spice Girls í fyrra, ógleymanleg ferð.

– Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf?

„Nei, bara ást og umhyggju.“

– Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld?

„Það er nautakjöt hjá mér en hamborgarhryggur hjá restinni af fjölskyldunni.“