Dóttir Isabellu Rosselini elskar Bláa Lónið
Elettra Rossellini Wiedemann dóttir Isabellu Rosselini og barnabarn leikkonunnar Ingrid Bergman fjallar um heimsókn sína í Bláa Lónið í grein hennar um sumarfrí hennar á Ísland. Greinin birtist í septemberútgáfu ameríska Vogue.
Hún lýsir heimsókn sinni í Blue Lagoon Geothermal Spa með þessum hætti: „Að sitja í heitum jarðsjónum innihaldsríkum af steinefnum, kísil og þörungum sem næra húðina lét mig finnast sem ég væri í raun afkastamikil á letidegi. Hverjum hefði dottið í hug að það að njóta útsýnis og að draga úr öldrun færi saman.”
Elettra hefur starfað sem fyrirsæta og er m.a andlit Lancome.