Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Dönsuðu inn sumarið
Íbúarnir dönsuðu inn sumarið. VF-myndir/BylgjaSverrisdóttir.
Fimmtudagur 23. apríl 2020 kl. 13:15

Dönsuðu inn sumarið

Íbúar við Stapavelli í Njarðvík fögnuðu sumri með dansi í götunni þeirra að morgni sumardagsins fyrsta. Eygló Alexandersdóttir, danskennari setti tónlist í gang og fékk íbúa í götunni til að koma út með sér og dansa inn sumarið.

Formleg og árleg skrúðganga Skátafélagsins Heiðabúa í Reykjanesbæ fór ekki fram í morgun en það hefur verið fastur siður í áratugi en var aflýst vegna Covid-19. Þannig að íbúar við Stapavelli fá hrós dagsins fyrir að fagna sumri með dansinum. 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25