Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Doddi með fjórar Casablanca
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 15. ágúst 2020 kl. 07:16

Doddi með fjórar Casablanca

Doddi litli, Þórður Helgi Þórðarson, útvarpsmaður og tónlistarmaður gaf nýlega út nýja útgáfu af laginu Casablanca sem kom út árið 1983. Ekki nóg með það heldur gaf hann út lagið í fjórum útgáfum.

„Þetta er pínu nostalgíu sprengja því ég man ekki eftir mörgum íslenskum Italo lögum í gegnum tíðina en sú tónlistarstefna var ráðandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. Kannski er þetta fyrsta íslenska Italo diskó-lagið,“ segir Doddi en útgáfurnar eru allar komnar á Spotify, þ.e. Italo Disco, Synth/Dark wave, Techno og EDM. Öllum útgáfunum fylgja myndbönd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Endilega kíktu á þetta og sjáðu hvort þú komist ekki í fíling,“ sagði Njarðvíkingurinn sem er ein af morgunröddunum á Rás 2.

https://open.spotify.com/album/3rTjl7mo2cpvLLCvnJo8BI?si=kW5fx0MPTGap6oGf7d8V_A