Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

DMX á Keflavík Music Festival
Föstudagur 1. febrúar 2013 kl. 09:38

DMX á Keflavík Music Festival

Meðal þeirra tónlistarmanna sem mæta á Keflavík Music Festival í ár er rapparinn geðþekki DMX. Fyrstu atriðin hafa verið kynnt til leiks en alls verða 150 atriði á hátíðinni sem haldin verður í Reykjanesbæ dagana 5. -9. júní. 

Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson standa að hátíðinni. „Þetta verður stærsta tónlistarhátíð landsins,“ sagði Óli Geir í samtali við Víkurfréttir. Til stendur að halda tónleika í Reykjaneshöll og Keflavíkurkirkju og því er ljóst að hátíðin verður stærri í sniðum en í fyrra er henni var hleypt af stokkunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú mæta til leiks 10 erlend atriði sem Óli segir flesta þekkja af öldum ljósvakans. Á hátíðinni verður líka rjóminn af íslensku tónlistarsenunni.

Atriðin verða kynnt til leiks á næstu vikum og hafa nú fyrstu fimm verið staðfest. Það eru íslensku hljómsveitirnar Sign, Agent Fresco og Bloodgroup auk þeirra Páls Óskars og Moniku, auk DMX.

Slagari frá DMX hér að neðan.