Djassklúbbur Keflavíkur stofnaður á Ránni
Djassklúbbur Keflavíkur verður stofnaður í Ránni, Hafnargötu 19a, fimmtudagskvöldið 17. febrúar. Aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins er Guðmundur Nordal sem stjórnaði Gúttó í mörg ár og var einnig kennari í Keflavík. Guðmundur “papa jazz” Steingrímsson mun leika djass með Guðmundi Nordal á fundinum, sem hefst kl. 21.