Dj Joey og Blazroca á Center á laugardagskvöld
Það verður allt keyrt upp í hæstu hæðir á skemmtistaðnum Center í Keflavík á laugardagskvöld þar sem þeir félagar Joey D og BlazRoca úr XXX Rottweiler munu koma saman og slá upp heljarinnar partýi.
Það verða plötusnúðar á báðum hæðum, Joey D á efri og DJ Stinnson á neðri, og von er á að rappdvergurinn ógurlegi muni einnig láta sjá sig.
Húsið opnar kl 22:30 með tilheyrandi tilboðum á barnum, miðaverð er aðeins 1000 kall fyrir þennan pakka.
Ekki sitja heima, mættu á Center og fáðu þér aðeins með smooth frændum og frænkum í góðu glensi !