„Diskófíklar“ í biðröð sólarhring fyrir ball!
Þeir sem stunda Bergásböllin eru núna komnir af léttasta skeiði, enda ár og öld síðan hinn geysivinsæli skemmtistaður Bergás í Keflavík lokaði fyrir fullt og allt. Þeir sem stunduðu staðinn fá ævintýraljóma í augun þegar Bergás er nefnt á nafn og eftir tæpan sólarhring, þegar þetta er skrifað, verður farið að hleypa gestum inn á Bergásballið 2003 í Stapa. „Diskófíklarnir“ voru farnir að safnast í röð utan við Stapann í dag klukkan hálf fimm til að tryggja sér miða á ballið.Undanfarin ár hefur verið uppselt á þetta vinsælasta ball ársins á Suðurnesjum. Forsalan fór fram í dag, miðarnir ruku út, en ekki höfum við upplýsingar um það hvort uppselt sé á sveittasta ball ársins!!!
VF-mynd: Diskófíklar fjölmenntu utan við Stapann í dag þegar forsala hófst á Bergásballið. Mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Diskófíklar fjölmenntu utan við Stapann í dag þegar forsala hófst á Bergásballið. Mynd: Hilmar Bragi