Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dimmisio í FS: Sólstrandarstemmning á skólagöngunum
Þriðjudagur 29. apríl 2008 kl. 01:10

Dimmisio í FS: Sólstrandarstemmning á skólagöngunum


Sannkölluð sólstrandarstemmning var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á föstudag þar sem væntanlegir útskriftanemar kvöddu skólann sinn, kennara og samnemendur á Dimmissio.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hópurinn var uppáklæddur í sólstrandarföt, enda sumarið nýskollið á, og svifu þau glaðleg um ganga skólans þar sem boðið var upp á fjörlega tónlist.


Að loknu sprelli á göngum og í skólastofum var komið að dagskrá á sal. Boðið var upp á  stuttmynd um lífið í skólanum og síðan fór fram verðlaunaafhending.


Útskriftarhópurinn fékk þá langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína.  M.a. komu þar við sögu best klæddi kennarinn, krúttlegasti kennarinn, fyndnasti kennarinn, mesti töffarinn, heitasti kennarinn og kennslukonan og svo að sjálfsögðu háværasti kennarinn.


Hápunkturinn var svo að sjálfsögðu valið á besta kennaranum en það var Þorvaldur Sigurðsson, hinn gamalreyndi íslenskukennari, sem varð fyrir valinu að þessu sinni.

Um kvöldið var síðan hin svokallaða síðasta kvöldmáltíð en þá borða útskriftarnemendur og starfsólk skólans saman og gera sér glaðan dag.


Af vef Fjölbrautaskólans,
www.fss.is , þar sem finna má fleiri myndir.