Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Díana hlaut hvatningarverðlaun Íslandsbanka
Díana Lind Monzon hlaut Hvatningarverðlaun Íslandsbanka sem Sighvatur Gunnarsson afhenti henni. VF-myndir/pket.
Miðvikudagur 29. maí 2013 kl. 16:36

Díana hlaut hvatningarverðlaun Íslandsbanka

Fjölmenni á skólaslitum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. 758 nemendur voru við tónlistarnám í TR í vetur.

Fjórtánda starfsári Tónlistarskóla Reykjanebæjar lauk í síðustu viku með skólaslitum í Stapanum. Nemendur voru 758. Í haust flytur skólinn starfsemi sína í Stapann.

Starfsemin var mjög viðamikil. Haldnir voru 85 tónleikar á árinu auk þess sem nemendur tóku þátt í mörgum verkefnum. „Við teljum því að Tónlistarskólinn sé vel sýnilegur í bæjarfélaginu og þannig á það líka að vera,“ sagði Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri.

Nú í vor luku 17 nemendur grunnprófi, sex kláruðu miðpróf og einn framhaldspróf í hljóðfæragreinum og einsöng.

Íslandsbanki hefur undanfarin 8 ár veitt „Hvatningarverðlaun“ þeim nemanda sem hefur skarað framúr á einhvern hátt og ætti framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu. Að þessu sinni hlaut Díana Lind Monzon, nemandi í klassískum gítarleik, jass-söng og jass-píanóleik verðlaunin. Afhenti Sighvatur Gunnarsson henni viðurkenningu af þessu tilefni. Íslandsbanki mun greiða skólagjöld hennar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar næsta ár.

„Sá meðbyr og velvilji sem Tónlistarskólinn nýtur hér í bæ er ómetanlegur fyrir starfsemi skólans og fyrir það þökkum við. Það er nefnilega ekki algilt að svo sé og sums staðar berjast tónlistarskólar  í bökkum fyrir starfsemi sinni,“ sagði Haraldur skólastjóri í ræðu sinni.



Jelena Raschke, sópran útskrifaðist með burtfararpróf frá TR. Hún er hér með Haraldi Árna Haraldssyni skólastjóra og Karen Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóra. Hún söng á skólaslitunum aríuna „Mein Herr Marquis“ úr óperettunni Die Fledermaus eða Leðurblökunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sautján nemendur luku grunnprófi, ellefu luku miðprófi í tónfræðigreinum og sex nemendur luku miðprófi frá TR. (Myndir að neðan af þeim sem voru viðstaddir á skólaslitunum.)

-

Sigmar Marijón Friðriksson, harmonikunemandi  og Íslandsmeistari í harmonikkuleik, lék á skólaslitunum.