Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Deilileiga með rafskútur opnar í Reykjanesbæ í apríl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 22. mars 2021 kl. 07:20

Deilileiga með rafskútur opnar í Reykjanesbæ í apríl

Deilileiga með rafskútur opnar í Reykjanesbæ í apríl. Opnað verður með 50 rafskútum í byrjun apríl og verður hægt að leigja þær í gegnum app í snjallsíma.

Þjónustan verður opnuð sem sérleyfi (e. franchise) og mun fyrirtækið heita Hopp Reykjanesbæ ehf. Samningur milli þess og Reykjanesbæjar var undirritaður nýlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hopp er íslenskt fyrirtæki sem býður upp á þjónustu þar sem sem hægt er að leigja rafskútur innan ákveðins þjónustusvæðis. Notendur aflæsa rafskútunum með appi og geta síðan keyrt um á þeim gegn vægu gjaldi. Þegar ferðinni er lokið er hægt að rafskútinni hvar sem er innan þjónustusvæðisins.

Líkt og í Reykjavík mun Hopp í Reykjanesbæ sjá til þess að þjónustan gagnist heimamönnum fyrst og fremst. Markmiðið er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænan og handhægan ferðamáta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá Reykjanesbæ (t.h.), Joseph Feyen, eigandi Hopp í Reykjanesbæ, og Þorgrímur Emilsson frá Hopp Reykjavík.