Degi á undan áætlun
Óhætt er að segja að vel hafi gengið í hjólaferð Haraldar Hreggviðssonar og Haraldar Helgasonar sem við höfum fylgst með hér á vf.is. Í dag eru þeir degi á undan áætlun en þeir enduðu á Akureyri í gær eftir rúmlega 100km áfanga frá Mývatni. Þegar VF hafði samband við þá áðan lá vel á þeim nöfnum sem voru að leggja á Öxnadalsheiðina.
Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum undir merkjum Lionsklúbbs Njarðvíkur. Söfnunin hefur gengið vel og tók kipp í gær eftir að fjallað var um verkefnið í sjónvarpinu.
Facebooksíða „Hjólað til heilla” er hér
Símanúmer söfnunarinnar er 901-5010
þá dragast 1000,- af símareikningnum
Styrktarreikningur:
1109-05-412828
kt. 440269-6489
Mynd: Haraldur Hreggviðsson við Goðafoss í gær.