Deep Jimi kynnir nýja plötu
Bið aðdáenda keflvísku hljómsveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams eftir nýjustu afurð sveitarinnar er á enda. Fjórða hljóðversplata hljómsveitarinnar er komin út og ber hún nafnið Better When We‘re Dead. Af þessu tilefni blæs Deep Jimi til útgáfutónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Frumleikhúsinu og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.
Geimsteinn, elsta hljómplötuútgáfa landsins, gefur skífuna út.