Deep Jimi á 7-9-13 í kvöld
Hin annálaða rokksveit Deep Jimi and the Zep Creams heldur tónleika á skemmtistaðnum 7-9-13 við Klapparstíg í Reykjavík í kvöld og mun þar vígja staðinn inn í rokkheima Íslands.
Vegna frábærrar stemningar og undirtekta á síðustu tónleikum Deep Jimi ætla þeir að endurtaka leikinn og frumflytja nýtt efni á nýjum stað. Ætlunin er að fínpússa nýja efniviðinn með góðri og dyggri aðstoð áhorfenda. Einnig koma Deep Jimi menn til með að taka nokkrar fortíðar dýfur þegar líða tekur á kvöld og flytja nokkuð af áður útgefnu efni sveitarinnar og má þar nefna Funky Dinosaur, Seybe Sunsicks Rock’n’Roll Circus og Deep Jimi and the Zep Creams.
Hljómsveitin vinnur nú nótt sem dag að glænýju efni og verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála í þeim efnum á hljómleikum sveitarinnar. Hið margrómaða rokkblúsband Johnny And The Rest munu einnig heiðra gesti með nærveru sinni og flytja nokkur vel valin lög af væntanlegri breiðskífu.
Stuðið hefst kl. 21:00 miðaverð 1000 kr. Vegna vígslunnar er bjórinn á tilboðsverði.