Deep Jimi & the Zep Creams leika á Grand Rokk
Rokksveitin Deep Jimi & the Zep Creams heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld, en þeir eru komnir saman að nýju eftir langa pásu.
Þeir léku fyrir gesti Frumleikhússins í vetur á rokktónleikum þar sem komu m.a. fram hljómsveitirnar hjálmar og Hot Damn.
Deep Jimi hyggja á formlega endurkomu með haustinu þegar þeir munu gefa út plötu með nýju efni undir merkjum útgáfunnar Geimsteins og verða aðdáendur sveitarinnar að bíða eftir útgáfutónleikunum til að sjá þá í heimabænum.
Þeir geta hins vegar tekið forskot á sæluna í kvöld þar sem Júlíus Guðmundsson, trommuleikari, lofar góðum tónleikum.
„Við erum betri í dag ef eitthvað er og það verður enginn svikinn af þessum tónleikum. Þetta verður stuð og miklu meira en það!“
VF-mynd/Atli Már