DEEP JIMI & THE ZEP CREAMS á Paddy’s á laugardag
Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams leikur á skemmtistaðnum Paddy’s á laugardagskvöldið, 21. feb. Á dagskánni verða lög eftir Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Deep Purple og Cream ásamt eigin lögum sveitarinnar og hefst leikurinn einhverntíman eftir miðnætti.
Deep Jimi and the Zep Creams kom fyrst fram á sjónasviðið árið 1991 og léku þeir þá eingöngu lög eftir þær sveitir sem áður eru nefndar. Fljótlega fóru þeir þá að leika eigin lög og leið ekki á löngu áður en þeir gerðu samning við Atco hljómplötuútgáfufyrirtækið í New York. Þeir gerðu þrjár skífur hjá því fyrirtæki, tvær litlar og eina breiðskífu en riftu svo samningnum við fyrirtækið. Í kjölfarið gáfu þeir út Seibie Sunsick’s Rock’n’Roll Circus hjá útgáfufyrirtæki Geimsteins og lögðust svo í dvala í um það bil tíu ár. Árið 2005 risu þeir loks úr rekkju og gáfu út þriðju stóru plötu sína sem hét einfaldlega Deep Jimi and the Zep Creams. Fjórða breiðskífa sveitarinnar er nú í vinnslu og er áætlað er að hún komi út seinna á þessu ári.