Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Deep Jimi - tónleikar í Frumleikhúsinu í kvöld
Fimmtudagur 10. september 2009 kl. 10:39

Deep Jimi - tónleikar í Frumleikhúsinu í kvöld


Rokkhljómsveitin Deep Jimi And The Zep Creams heldur tónleika í kvöld í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Hljómsveitin vinnur að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út í nóvember og munu tónleikagestir fá að heyra nýtt efni af henni ásamt eldri lögum.

Deep Jimi  er á fullu þessa dagana í hljóðveri Þorvaldar Bjarna sem er upptökustjóri plötunnar. Að sögn Sigurðar Eyberg, söngvara hljómsveitarinnar, hefur þessi útgáfa verið lengi í undibúningi enda hafi þeir félagar viljað vanda vel til verks. Meðal annars tók dágóðan tíma að finna rétta upptökustjórann. Það hentaði því vel að taka lögin upp í hljóðveri Þorvaldar, þar sem hann er vanur að vinna.

En kveður við nýjan tón á plötunni?

„Sándið verður aðeins öðruvísi á þessari plötu, án þess þó að um stórtækar breytingar sé að ræða. Þetta er auðvtað fyrst og fremst rokkið sem einkennir okkar en kannski aðgengilegra en verið hefur áður. Við erum líka að vanda okkur meira en við höfum gert áður,“ svarar Sigurður. Hann játar því aðspurður að Deep Jimi sé því enn að þróast sem hljómsveit „sem betur fer.“

Strákarnir í Deep Jimi byrjuðu að spila saman fyrir um 18 árum og náðu nokkuð góðum árgangri. Starf hljómsveitarinnar lagðist í dvala um 10 ára skeið á meðan menn voru uppteknir við annað, s.s. nám og barneignir. En hljómsveitin hætti í raun aldrei heldur lagðist í dvala uns strákarnir sáu tækifæri og svigrúm til að hefja saman spilamennsku á ný fyrir fáum árum.  „Þetta er vel samstillt teymi sem hefur safnað upp dýrmætri reynslu með því að halda hópinn, ekkert ósvipað og gott fótboltalið sem spilar vel saman. Það er í raun ómetanlegt,“ segir Sigurður.

Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 9 í Frumleikhúsinu eins og áður segir.
 -

VFmynd/elg - Deep Jimi naut mikillar hylli á Ljósanótt um helgina fyrir þéttan hljóm og dúndur rokk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024