Davíð Oddsson gestur á laugardagsfundi á DUUS
Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddson verður gestur á laugardagsfundi Duus á morgun rétt fyrir kl. 12:00. Laugardagsfundirnir hafa verið fastur liður í rúm 16 ár. Um pólitíska fundi er að ræða þar sem allir eru velkomnir. Ýmsir gestir hafa skotið upp kollinum í áranna rás, ráðherrar, þingmenn, ýmsir leiðtogar í viðskiptalífinu og forsetaframbjóðendur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem VF fékk senda frá skipuleggjanda fundarins.