Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

David Byrne hreifst af bátasafni Gríms
Mánudagur 7. júní 2010 kl. 13:38

David Byrne hreifst af bátasafni Gríms

Popparinn heimsfrægi og listamaðurinn David Byrne hreifst mjög af Bátasafni Gríms Karlssonar þegar hann var á ferð hér á dögunum í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Hrifning hans var slík að hann sá ástæðu til geta sérstaklega um upplifun sína á heimasíðu sinni og bloggi.

David Byrne var á leiðinni til Keflavíkurflugvallar þar sem hann ætlaði að freista þess að komast í flug á milli lokana út af gosinu í Eyjafjallajökli. Í leiðinni ákvað hann að kíkja við í Duushúsum til að líta á menninguna þar en þennan sama dag var opnið sýningin Efnaskipti í Listasal Reykjanesbæjar.
Byrne segist hafa séð margt áhugavert á listahátíðinni en bátasafnið hafi þó verið það sem heillaði hann mest.

Popparinn víðfrægi komst í flug eins og til stóð en það mun víst hafa verið síðasta flugið þennan dag áður en flugvellinum var lokað.

David Byrne gat sér frægðar sem einn af lykilmönnum hljómsveitarinnar Talking Heads á árum áður. Hann hefur fengist við ljósmyndun en ástæðan fyrir komu hans hingað til lands var ljósmyndasýning sem hann hélt á Listahátíð í Reykjavík.


Heimasíðu David Byrne má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024