Dark Harvest á Paddy´s
Það er óhætt að fullyrða að allir gamlir (og nýir) þungarokksaðdáendur fái eitthvað fyrir sinn snúð á fimmtudaginn 18/9 kl. 22:00 en þá mæta metal-hetjurnar í Dark Harvest til keflavíkur og halda tónleika á Paddy´s. Dark Harvest er skipuð gamalreyndum hundum úr bransanum og fer þar fremstur í flokki einn besti metal-gítarleikari landsins fyrr og síðar Gulli Falk en hann var maðurinn á bakvið hina goðsagnakenndu ´80s þungarokkssveit EXIZT. Plötur hennar eru illfáanlegar og seljast á e-bay fyrir fleiri hundruð dollara stykkið. Á tónleikunum verður boðið upp á bland af áður útgefnu efni í bland við efni af væntanlegum cd og kostar aðeins 500 kall inn. Hvet ég alla til að kynna sér efni sveitarinnar á: www.myspace.com/darkharvestonline og www.gullifalk.com.